Gísli Jón Kristjánsson eigandi ÍS 47 ehf byrjað í útgerð árið 1984 ásamt tveimur öðrum. Hann hefur verið í eigin útgerð ásamt konu sinni Friðgerði Ómarsdóttur síðan árið 1989, fyrst á eigin kennitölu og sem ÍS 47 ehf. síðan árið 2003. Byrjaði að veiða í áframeldi á þorski árið 2002 og stundaði það til ársins 2014. Fékk leyfi til að vera með regnbogasilungseldi á Önundarfirði árið 2013 og setti þá út 19.000 seiði. Sumarið eftir 50.000 seiði, árið 2015 32.000 seiði og árið 2017 80.000 seiði.
Ís 47 ehf er lítið fjölskyldufyrirtæki og hefur verið undanfarin ár með 3-5 starfsmenn. Keyptar voru viðurkenndar kerfisfestingar, kvíar og pokar frá Færeyjum árið 2018 og unnið hefur verið að því að fá 1200 tonna leyfi s.l. ár.